Lebowski

Auglýsing

Ef þú ert í leit að ekta hamborgara í skemmtilegu en jafnframt afslöppuðu andrúmslofti er Lebowski Bar klárlega einn af betri valkostunum. Lebowski Bar er byggður upp sem amerískur, þematengdur „diner/bar“ í anda snilldarverks Coen bræðra, kvikmyndarinnar The Big Lebowski. Barinn býður upp á klassískt úrval af girnilegum hamborgurum og öðrum kræsingum og er þægilega staðsettur á Laugaveginum. Það er því tilvalið að blanda nauðsynlegu matarstoppi saman við t.d. fótboltaleiki dagsins nú eða bara góða tónlist og stemmningu. Útsendarar Ske pöntuðu sér löðrandi beikonborgara, Walter að nafni, sem stóðst sannarlega væntingar með vel elduðu beikoni og bragðgóðu nautakjöti. Ískaldur vanillusjeikinn setti svo klárlega punktinn yfir i-ið.

Útsendarar Ske pöntuðu sér löðrandi beikonborgara, Walter að nafni, sem stóðst sannarlega væntingar með vel elduðu beikoni og bragðgóðu nautakjöti.

[email protected]

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram