Sesam Teriyaki kjúklingur

Hráefni:

    • 4 msk sesamolía
    • 1 1/2 dl panko rasp
    • 1/2 dl sesamfræ
    • rauðar chilliflögur eftir smekk
    • 2 msk saxaður vorlaukur
    • 1 dl sojasósa
    • 1/2 dl hunang
    • 3 msk hrísgrjónaedik
    • 2 gúrkur, skornar í þunnar sneiðar
    • 500 gr kjúklingabringur eða beinlaus kjúklingalæri skorið í bita
    • 2 tsk maíssterkja
    • 4 hvítlauksgeirar, rifnir niður
    • Svartur pipar eftir smekk
    • 2 cm bútur engifer, rifið niður
    • 2 rauðar paprikur, skornar í sneiðar

Aðferð:

1. Sesam „crumble“: Hitið 1 msk sesamolíu á pönnu ásamt panko rasp, sesamfræjum og chilli flögum þar til þetta fer að verða stökkt og tekur á sig fallega gylltan lit. Kryddið með salti og leggið til hliðar á disk.

2. Sósa: Blandið saman sojasósu, hunangi, hrísgrjónaediki og 1 msk af sesamolíu. Blandið næst 1/2 dl af sósunni saman við gúrkurnar og blandið vel saman. Kryddið þetta til með rauðum chilliflögum og leggið til hliðar.

3. Takið meðalstóra skál og setjið kjúklingabitana í skálina ásamt maíssterkju og svörtum pipar.

4. Hitið 2 msk sesamolíu á pönnunni og steikið kjúklinginn þar til hann fer að brúnast, eða í um 5 mín. Bætið paprikunni á pönnuna ásamt hvítlauk og engifer. Steikið áfram í 2-3 mín. Hellið sósunni saman við og náið upp suðu. Leyfið þessu að malla þar til sósan fer að þykkna, eða í um 5 mín.

Berið fram með hrísgrjónum og toppið með sesam „crumble“ og gúrkusneiðunum.

Auglýsing

læk

Instagram