John Oliver tók fyrir Wintris-viðtalið við Sigmund Davíð: „Eins og að horfa á bílslys sýnt hægt“

Auglýsing

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var tekinn fyrir í þættinum Last Week Tonight á sjónvarpsstöðinni HBO í gærkvöldi. John Oliver fór yfir fréttir vikunnar og fjallaði þá um lekann á Panama-skjölunum. Sjáðu stutt brot úr þættinum hér fyrir ofan.

John Oliver gerði grín að málinu á sinn einstaka hátt en kafaði þó ekki djúpt ofan í það, eins og hann gerir í stórkostlegum fréttaskýringum sínum í lok hvers þáttar.

Brotið fyrir ofan sýnir aðeins þegar hann tók fyrir Sigmund Davíð og þegar hann var spurður út í fyrirtækið Wintris í viðtali við sænska blaðamanninn. Oliver tók einnig fyrir þátt David Cameron og Vladimir Putin í málinu í stutta stund.

Auglýsing

læk

Instagram