Ókeypis túrtappar og dömubindi í Hagaskóla í vikunni: „Það er enginn lúxus að vera á túr“

Serstök túrvika hófst í Hagaskóla í morgun. Ronja, nýstofnað femínistafélag Hagaskóla, hefur fengið styrki frá umboðsaðilum Libresse, Always og Tampax á Íslandi og munu því vera ókeypis dömubindi og túrtappar inni á baðherbergjum stúlkna í vikunni.

Sjá einnig: Hagaskóli sigraði Skrekk með atriði sem allir eru að tala um og við erum með myndbandið

Steinar Ingi Kolbeins, útsendari Nútímans, fór í Hagaskóla í morgun og hitti Margréti Snorradóttur, formann Ronju. „Þetta er stór hluti af lífi stelpna,“ segir hún í myndbandinu hér fyrir ofan.

Það er enginn lúxus að vera á túr. Þetta er brýn nauðsyn og þetta gerist fyrir helming mannkyns. Við þurfum að fara að tala meira um þetta.

Femínistafélagið Ronja hvetur stjórnvöld til innleiða þá stefnu að allir skólar og ríkisreknir vinnustaðir sjái starfsfólki sínu fyrir þessum vörum á baðherbergjum kvenna. Kassamerkin #ronjaferátúr og #túrvæðingin eru notuð til að halda utan um umræðuna túrvikuna á samfélagsmiðlum.

Hér má svo sjá myndband sem Ronja framleiddi í tilefni af túrvikunni

https://www.youtube.com/watch?v=qKOUiMNxFTg

Næst ▶️ Þekkir einhver fólkið sem er að bjóða sig fram til forseta? „Ég veit ekkert hvaða fólk þetta er!“

Lækaðu Facebook-síðu Nútímans myndbanda og þú missir ekki af neinu!

Auglýsing

læk

Instagram