Volg súkkulaðikaka með vanilluís

Auglýsing

Hráefni:

2 dl dökkt súkkulaði

2 dl smjör

4 egg við stofuhita

Auglýsing

2 dl sykur

1/4 tsk vanilludropar

1 dl hveiti

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 190 gráður. Bræðið súkkulaði og smjör á vægum hita í potti. Á meðan er eggjum og sykri þeytt saman.

2. Bætið hveitinu saman við eggjablönduna og hrærið létt saman. Þegar súkkulaðiblandan hefur kólnað er henni hrært saman við eggjablönduna ásamt vanilludropum.

3. Hellið í lítil eldföst mót (uppskriftin er fyrir 4 mót), ekki fylla þau alveg heldur bara 3/4. Bakið í 14 mín en fylgist vel með þeim, alls ekki baka of lengi. Þær eiga að vera svampkenndar að ofan og blautar í miðjunni. Berið fram með vanilluís eða þeyttum rjóma.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram