Bakaður fetaostur með ólívum, sítrónu og rósmarín

Hráefni:

  • 1 kubbur af fetaosti (fæst í öllum helstu matvöruverslunum)
  • 1 dl góð ólívuolía
  • safinn af 1/2 sítrónu
  • 2 dl ólívur
  • 3 msk ferskt rósmarín
  • 1/2 tsk chilli flögur
  • svartur pipar

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 180 gráður. Setjið ostinn í lítið eldfast mót. Hellið ólívuolíu í mótið ásamt sítrónusafa.

2. Dreifið ólívunum í kringum ostinn ásamt rósmarín. Skerið sítrónuna (sem búið er að kreista safann úr) í sneiðar og dreifið einnig í kringum ostinn. Kryddið allt saman til með chilli og svörtum pipar.

3. Bakið í um 20 mín. Ef þú vilt fá fallega brúnaða áferð á ostinn má stilla ofninn á grill, rétt í lokin. Berið fram með ristuðu brauði eða góðu kexi.

Auglýsing

læk

Instagram