Dásamlega góð eggjakaka með osti, sveppum og spínati

Galdurinn á bakvið “fluffy” eggjaköku, eða ommiletttu, er að píska eggin vel saman og setja jafnvel slettu af rjóma saman við eggin áður en þú hrærir þau saman.

Hráefni:

  • 2 msk ólívuolía
  • 2 dl sveppir skornir í sneiðar
  • 1 laukur skorinn í þunnar sneiðar
  • 3 msk rjómi( má sleppa og setja 1 msk af vatni)
  • 2 dl spínat
  • 1/2 tsk sjávarsalt
  • 4 stór egg
  • 1/2 tsk svartur pipar
  • 1 1/2 dl góður bragðmikill ostur rifinn niður
  • 2 msk smjör
  • fersk steinselja til skrauts
  • extra svartur pipar til skrauts

Aðferð:

1. Hitið olíu á pönnu og steikið sveppi og lauk í um 5 mín eða þar til þetta er orðið fallega gyllt og farið að mýkjast. Kryddið með 1/4 tsk pipar og 1/4 tsk salti. Bætið spínatinu saman við í lokin. Leggið þetta síðan til hliðar af pönnunni og strjúkið af pönnunni.

2. Pískið eggin vel saman í skál, ásamt 3 msk rjóma( eða 1 msk af vatni) og kryddið til með 1/4 tsk pipar og 1/4 tsk salti.

3. Hitið eina msk af smjöri á pönnunni og hellið helmingnum af eggjablöndunni á pönnuna. Eldið í um 2 mín eða þar til eggin eru rétt að verða elduð í gegn. Hellið þá helmingnum af sveppablöndunni á aðra hlið eggjakökunnar og svo helminginn af ostinum þar ofan á. Eftir um 2 mín brýturðu saman eggjakökuna og færir hana yfir á disk. Endurtaktu síðan leikinn með seinni hlutann af eggjunum, sveppunum og ostinum og þú ert komin með dásamlegan morgunverð fyrir tvo. Skreytið með steinselju og svörtum pipar.

Auglýsing

læk

Instagram